á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, júní 29, 2004
Helgin

Núna um helgina er ég búin að gæsa fara í kringluna og í barnaafmæli. Ég er sem sagt búin að vera upptekin.

Á föstudaginn var hún mágkona mín tilvonandi gæsuð. Þetta var bara þrælgaman. Við fengum nudd og svo var farið í pool og drukkið! Eftir anna sama viku þá var ég orðin svo þreytt að ég fór heim tiltökulega snemma.
Á laugardeginum ætlaði ég að kjósa en það gekk ekki. Ég var víst ekki á kjörskrá til að byrja með. Ég komst að því kl.21.50 að ég væri á kjörskrá en bara í kópavogi. Ég var nú ekki að nenna því að keyra í Kópavoginn á 10 mín og finna skólann sem ég átti að kjósa í! Þannig að ég sleppti því að kjósa. Enda skipti eitt atkvæði ekki neinu um úrslit kosningana.
Á sunnudaginn fór ég í kringluna og hitt hana Henný og við röltum þarna um í leit af skóm handa mér! Svo skellti ég mér í barnaafmæli hjá frændsystkini hans Gústa. Svo var helgin bara búin og kominn mánudagur.
Í gærkvöldi eyddum við Stefán litli frændi minn saman, með dótinu hans!

Þá held ég að ég sé búin að upplýsa ykkur hvað ég sé búin að vera gera!

Þar til næst ...

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.